Discover PlayDecide. Download games, prepare, play. GET STARTED

Líffæraígræðsla

Choose your language

PlayDecide games may be available in multiple languages

Play the game

Download, prepare, discuss & collect results.

SIGN INRegister

Um hvað snýst líffæraígræðsla?
Líffæraígræðsla er aðgerð sem felur í sér notkun á lifandi frumum, vefjum og líffærum úr dýrum sem ígræðsluefni í menn.

Það að ræða um líffæraígræðslu er mikilvægt þar sem það vekur upp spurningar eins og:
• Er siðferðilega rétt að ala erfðafræðilega breytt dýr til að nota líffæri þeirra til ígræðslu í menn?
• Er líffæraígræðsla ásættanleg eða of áhættusöm?
• Hve lang á að ganga í að skipta út líffærum og frumum í mönnum?

Author / translator Andrea Bandelli

Um hvað snýst líffæraígræðsla?
Líffæraígræðsla er aðgerð sem felur í sér notkun á lifandi frumum, vefjum og líffærum úr dýrum sem ígræðsluefni í menn.

Það að ræða um líffæraígræðslu er mikilvægt þar sem það vekur upp spurningar eins og:
• Er siðferðilega rétt að ala erfðafræðilega breytt dýr til að nota líffæri þeirra til ígræðslu í menn?
• Er líffæraígræðsla ásættanleg eða of áhættusöm?
• Hve lang á að ganga í að skipta út líffærum og frumum í mönnum?
• Ættu líffæraígræðslusjúklingar og fjölskyldur þeirra að vera undanskildar höftum stjórnvalda sem miða að verndun almennings gegn hugsanlegri útbreiðslu vírusa?
• Hvernig finnum við milliveg einstaklingsfrelsis/kostar einstaklings á læknismeðferð og hins vegar þá fjarlægu áhættu á að vírusfaraldur færist úr dýrum yfir í menn?

Created 9 February 2010
Last edited 19 September 2018
Topics Ethics, Health, Science
Original English

Policy positions

Policy position 1

Ekki græða líffæri úr lifandi dýri í sjúkling vegna siðferðilegra ástæðna.

Policy position 2

Ekki græða líffæri úr lifandi dýri í sjúkling vegna þess að það er of áhættusamt.

Policy position 3

Einungis skal græða líffæri úr lifandi dýri í sjúkling ef kostir þess eru augljósir og miklir og ef kostir þess vega án nokkurs vafa meira en áhættan sem tekin er.

Policy position 4

Græða skal líffæri úr dýri í sjúkling sé sýnt fram á að áhættan sé innan ásættanlegra marka.

Story cards

Thumbnail

Ég er dýratæknir. Það er ótrúlegt hve hændur þú getur orðið að svínunum sem við ölum. Það er erfitt að sjá á eftir þeim en þetta er nauðsynlegt. Það væri miklu verra ef við myndum fara illa með þessi dýr bar vegna þess að við vissum að á endanum yrði þeim lógað vegna tilrauna. Við skuldum þeim það að sjá vel um þau. Ég veit að það er ekki náttúrulegt að þau eyði öllu lífi sínu innan dyra, og oft í einangrun, en ég held samt að þau lifi góðu lífi.

Saga Sophiu
Thumbnail

Ég hef unnið í 10 ár við að gera það kleyft að nota svínshjörtu í ígræðslur í menn. Ég hef sjálf séð gríðarlegar þjáningar fólks sem fæðist með meðfædda hjarta-sjúkdóma. Sonur minn, Toby, fæddist með hjartasjúkdóm. Hann gat varla gengið né leikið sér við önnur börn. Við biðum eftir gjafahjarta en hann dó áður en það fékkst. Ég vil ekki að önnur börn og aðrar fjölskyldur kveljist eins og við Toby kvöldumst. Þess vegna finnst mér líffaraígræðsla svo mikilvæg.

Dr. Sharon Taylor
Thumbnail

Ég er að bíða eftir hjartaígræðslu. Hjarta mitt hefur verið lélegt árum saman, en bílslys síðasta sumar olli svo miklu áfalli í líkamanum að hjartað hefur verið óstöðugt síðan. Læknar segja líkurnar á því að finna hjarta ekki miklar. Ég hef heyrt um líffæraígræðslur – að græða svínshjörtu í menn. Ég er grænmetisæta og vil ekki gera þetta, en hugmyndin verður þó sífellt meira freistandi þeim mun lengur sem ég bíð. Ég vil bara geta séð dóttur mína vaxa úr grasi og verða heilbrigður aftur.

Saga Bens
Thumbnail

Ég er hjartaskurðlæknir á spítala. Ég sérhæfi mig í hjartaígræðslum. Það eru margir á biðlista fyrir gjafalíffæri og fæstir þeirra geta lifað fullkomlega virku lífi. Ég hef áhuga á notkun svínahjarta sem valkost á móti mannshjörtum. Sumir sjúklingar myndu stökkva til ef það stæði til boða. Eina áhyggjuefni mitt er dreifing vírusa. Eftir uslann sem alnæmi og kúariða ollu, sjáum við að það þarf að fara varlega. Við viljum ekki gefa fleiri sjúkdómum lausan tauminn í heiminum.

Dr. Dean Kusafuko
Thumbnail

Ég er 18 ára og hef verið að ferðast um Suður-Afríku síðustu þrjá mánuði áður en ég fer í háskóla. Það hefur valdið mér miklu uppnámi. Svo margir eru að deyja úr alnæmistengdum sjúkdómum. Það eru til lyf á Vesturlöndunum sem hjálpa, en þau eru ekki send hingað. Smokkar geta komið í veg fyrir alnæmissmit en þeir eru ekki sendir hingað heldur. Af hverju gera Vesturlöndin ekki eitthvað til að hjálpa? Af hverju láta vísindamenn fé streyma í rannsóknir á nýjum sviðum, eins og að búa til genabreytt svín til líffæraígræðslu? Það eru til aðrar leiðir til að draga úr þjáningu manna og einnig til að eyða peningum.

Saga Hildu
Thumbnail

Ég bý í Nýju-Delí með konunni minni, Radha, sem er læknir, og fjölskyldu minni. Ég trúi á karma – að það séu afleiðingar gerða einstaklingsins, annaðhvort í þessu lífi eða fyrra lífi sem valdi fæðingagöllum eins og meðfæddum hjartagöllum. Radha segir mér að á Vesturlöndunum vilji fólk setja svínahjörtu í manneskjur. Á Vesturlöndunum gera vísindamenn hluti fyrir uppgötvunina sjálfa og frægðina sem fylgir. Á meðan á þessu stendur sé ég fólk svelta í hel á hverjum degi eða örkumla fólk sem hefur orðið þannig af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir. Af hverju er þessu misrétti leyft að halda sér?

Saga Vishnu
Thumbnail

Sonur minn, sem er 35 ára núna, er með afbrigðileika í hjarta og dó næstum í fæðingu. Hann gengur mjög hægt við staf og þarf stöðuga umönnun. Þó svo að við séum nógu vel stæð til að reyna ýmis læknisráð hefur ekkert gengið. Sonur minn hefur verið á biðlista fyrir hjartaígræðslu í nokkur ár. Ég myndi gera hvað sem er til að sjá hann heilbrigðan og hamingjusaman. Ég hef heyrt að það gæti verið mögulegt að græða svínshjörtu í menn. Ég vona að vísindamönnunum takist það. Mun það koma í tæka tíð fyrir son minn?

Saga Nanou
Thumbnail

Ég var orðin örvæntingarfull eftir nýju hjarta, svo þegar þeir buðu mér hjarta úr svíni var ég fljót að samþykkja. Auðvitað er ég ánægð að mér líði betur og geti gert mun fleira. En þeim mun lengri tími sem líður, þeim mun verr líður mér að hafa hluta úr svíni innan í mér. Ef þetta væri mjaðmaliður búinn til úr svínsbeini væri mér sama, en hjartað er annað mál. Mér líður þannig að þó svo að líkami minn hafi ekki hafnað hjartanu hafi ég gert það tilfinningalega.

Anna árið 2030

INFO CARDSISSUE CARDS

Borða manneskjur ekki svín hvort sem er?

Sumir segja að ef við drepum svín til að borða þau hljótum við að geta notað líffæri þeirra til að bjarga lífum. Aðrir segja það ekki vera það sama – að borða dýr sé samkvæmt náttúrunni, en að nota líffæri þeirra sé það ekki.

Hvers konar notkun á svínum ættum við að leyfa?

Ættum við að setja okkar gen í svín eða svínalíffæri í okkur? Ættum við að leyfa einræktun svína til að eyða vissum genum?

Biðlistar

Eins og staðan er í dag eru langir biðlistar eftir líffærum úr manneskjum, en það felur í sér hnignun heilsufars, talsverðar áhyggjur og jafnvel dauða. Þeir sem styðja líffæraígræðslur segja að næg dýr gætu verið ræktuð til að komast yfir þetta.

Minnihlutahópar

Líffæraígræðsla myndi koma sér sérlega vel fyrir fólk úr minnihlutahópum þar sem oft getur verið erfitt að finna líffæri úr mönnum sem eru samrýmanleg.

Að stöðva líffærasölu

Þrátt fyrir lög í mörgum löndum sem banna sölu líffæra, sérstaklega nýrna, heldur hún áfram. Árangursríkar líffæra-ígræðslur með líffærum úr dýrum gætu hjálpað til við að stöðva þetta.

Annar kostur en vefur úr mönnum

Líffæraígræðslur gætu skapað annan valkost en þann að nota vef úr fóstrum sem ekki munu fæðast.

Að sætta sig við dauðleikann

Erum við að reyna að svindla á dauðanum? Er e.t.v. einhver tími til að sætta sig við dauðleika okkar og hætta að skipta út líffærum?

Að nota dýr til að meðhöndla manneskjur?

Hversu langt getum við gengið í að réttlæta það að nota dýr til að finna lækningar fyrir okkur?

Siðferðilegur vandi

Er rangt að rækta dýr til þess eins að fjarlægja líffæri þeirra til ígræðslu?

Mótvægi við áhættuna

Ef sjúklingi með banvænan sjúkdóm væri boðið svínshjarta gæti áhættan sem fylgir því að fá vírus virst lítil.

Óþekkt áhætta

Líkur á að vírussýking breiðist út eru hverfandi, en ef það gerðist gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar.

Einstaklingar andstætt samfélaginu

Hvernig vegum við líf og heilsu eins sjúklings eða einhvers kærkomins á móti aukinni áhættu gegn samfélaginu?

Staða svína

Gerir það að nota svín sem líffæragjafa, nota þau sem hverja aðra vöru fyrir mannkynið, það að verkum að við förum að hugsa um þau einungis mannkyninu til hagsbóta.

Þegar áhættan er of mikil

Árið 2000 dró hin breska Roslin-stofnun sig út úr líffæraflutningsrannsóknum vegna áhættunnar á að dreifa víxlvírusum, en ákváðu í staðinn að einbeita sér að endurmyndun vefja úr stofnfrumum.

Viðtaka Evrópu

36% svarenda í evrópskri könnun fannst líffæraflutningur ásættanlegur.

Varnaðarorð

„Ekkert yrði verra en það að ef við myndum, með því að reyna að bjarga lífi okkar, skapa plágu.“ Ritstjórnargrein í New Scientist tímaritinu 1998.

Óvelkomin hliðarverkun

Með því að kynna líffæraflutning úr dýrum til sögunnar bindum við ekki endi á þörfina fyrir líffæri úr manneskjum, en gætum hins vegar latt fólk til að gefa þau.

Að fá einkaleyfi á dýr

Tillögur um einkaleyfi á genabreytt svín sem gerð væru til líffæraflutnings myndu auka umræðuna um siðferði og réttmæti einkaleyfa á dýr.

Líf í einangrun

Sú nauðsyn að halda genabreyttum svínum frá sýkingum getur falið í sér breytingu á aðstæðum og velferð þeirra. Þau gætu verið geymd í einangrun eða í ónáttúrulegu umhverfi án þeirra hluta sem auðga líf þeirra.

Sjúkdómar án einkenna

Vírussmit eins og alnæmi geta haft löng dulin skeið þegar engin einkenni birtast. Nýr sjúkdómur vegna líffæraflutnings gæti verið nokkur ár að dreifa sér áður en hann yrði greindur.

Þegar skimun er gerð of seint

Svín, mannapar og apakettir hafa í sér óþekktar smitandi lífverur sem ekki er skimað fyrir. Smitandi lífverur eru venjulega einungis fundnar eftir uppkomu sjúkdómsins sem þær valda.

Að virða siðferðilegar ákvarðanir

Sjúklingar ættu að geta neitað líffæraígræðslu á siðferðilegum grundvelli, en neitun þeirra ætti ekki að hafa áhrif á möguleika þeirra til að fá líffæri úr manni til ígræðslu.

Útgjaldajafnan

Ávinningur líffæraígræðslu ætti að vera borinn saman við kostnað heilbrigðis-þjónustunnar. Hann ætti einnig að vera borinn saman við sömu eyðslu í opinberum heilbrigðismeðferðum.

Nýtt lag ábyrgðar

Bresk bráðabirgðastjórnvöld um líffæraflutning hafa tilgreint að hver sá sem fái líffæraígræðslu úr dýri þurfi að samþykkja að með honum verði fylgst alla ævi og að hann megi aldrei stunda óvarið kynlíf.

Hvað er líffæraígræðsla?

Líffæraígræðsla nær yfir:
• Ígræðslu heilla líffæra
• Frumuígræðslumeðferðir
• Gervilifrartækni (BAL) – þar sem svínalifrarfrumur eru notaðar til að ná fram grunnstarfsemi lifrar.

Hefðbundnar ígræðslur

Allt rá fyrstu hjarta-græðslunum hafa líffæri úr mönnum verið fyrsti kostur ígræðslna.

Líffæraskarðið

Fimm sjúklingar bíða eftir líffæraígræðslu á móti hverju líffæri sem stendur til boða. Þessi munur er kallaður „líffæraskarðið“. Það er alvarlegt vegna þess að venjulega er ekki annar meðferðarvalkostur.

Ígræðsla sem bjargar lífum

Þeir sem þjást af slímseigjukvilla, sem er ættgengur sjúkdómur, eru ekki líklegir til að lifa lengur en til þrítugs án lungna- eða hjarta- og lungnaígræðslu.

Lifandi gjafar

Í Noregi er hátt hlutfall nýrnaígræðslna því að þakka að margir heilbrigðir einstaklingar gefa nýra.

Skilvirkni gjafaherferða

70% breskra ríkisborgara eru hlynntir því að gefa líffæri eftir dauðann, en einungis fjórðungur er á gjafalista. Kynningarherferðir hafa ekki breytt miklu þar um.

Leið til að laga líffæraskarðið

Með því að nota svína- eða prímatalíffæri (aðallega úr mannöpum og apaköttum) þar sem þau eru lík þeim mannlegu í stærð og byggingu gæti líffæra-græðsla leyst vandamál of fárra líffæra í boði (þ.e. líffæraskarðið).

Eru svín betri en apar?

Svín eru venjulega valin sem líffæragjafar fyrir menn þar sem líffæri þeirra eru af u.þ.b. réttri stærð, þau eru ódýr og vekja upp færri siðferðlieg vandamál en það að nota mannapa eða apaketti.

Handan við líffæraígræðslur

Ásamt því að nota heil líffæri eru í gangi rannsóknir á að nota taugafrumur úr svínum til að meðhöndla parkisons- og huntingtonssjúkdómana.

Vandamál vegna höfnunar

Erfiðleikarnir sem fylgja líffæraígræðslu eru þeir að mannlega ónæmiskerfið greinir nýja líffærið sem aðskotahlut og reynir að drepa það.

Framfarir í ígræðslum

Ígræðsla líffæra í manneskjur hefur orðið mun árangursríkari vegna þess að ónæmisbælandi lyf hamla höfnun og einnig vegna bættrar aðgerðatækni.

Lífslíkur eftir ígræðslu

Tveir þriðju þeirra sem þiggja nýra lifa í meira en fimm ár. Þess eru dæmi að líf ígræðslusjúklings hafi lengst um 20 ár eða meira.

Meðferð út lífið

Jafnvel þeir sjúklingar sem fá líffæri úr manneskju þurfa að taka ónæmisbælandi lyf allt sitt líf.

Genabreytt dýr

Til að reyna að komast hjá höfnun líffæra eru vísindamenn að breyta genum dýra með því að fjarlægja þær sameindir er nema aðrar tegundir sem ókunnar ónæmiskerfi mannsins, eða með því að setja gen úr mönnum í svín.

Að dreifa sjúkdómum milli tegunda

Ígrædda líffærið gæti flutt með sér sjúkdóm milli tegunda. Þeim mun líkari sem tegundirnar eru, því líklegra er að þetta gerist. Af þessari ástæðu eru svín talin öruggari kostur en apar, en svínavírusar hafa þó smitað frumur úr mönnum í tilraunum.

Faldar ógnir

Sumir vírusar valda ekki sjúkdómum í hýslinum en geta valdið þeim ef þeir fara fir í aðrar tegundir.

Að bæla ónæmiskerfið

Í ígræðslusjúklingum er ónæmiskerfið bælt með lyfjum. Þetta gerir þá berskjaldaða fyrir áhrifum víxlveira. Hvaða sýking sem er gæti þá breiðst út til almennings.

Kostur þess að einrækta svín

Ein aðferð er sú að eyða því geni úr svínum sem venjulega setur af stað höfnun í manneskjum. Að eyða geni er einungis hægt með einræktun.

Fyrri dæmi um dreifingu sjúkdóma milli tegunda

Dreifing sjúkdóma milli tegunda getur átt sér stað. Afbrigði alnæmis kom upphaflega úr öpum. Sérstök tegund svampheilameina, kúariða, breyttist í mönnum í Creutzfeldt-Jakob sjúkdómin sem dregur fólk til dauða. Sjá upplýsingaspil 16.

Færsla vírusa milli tegunda

Eftir tilraunir á rannsóknarstofum hefur komið í ljós að sumir vírusar færast úr svínum yfir í frumur úr manneskjum. Það eru þó engin merki þess að hjartalokur né blóð úr svínum hafi flutt með sér vírusa í sjúklinga.

Aðrir valkostir en líffæraígræðsla 1

Fyrirhyggja. Með því er átt við heilsusamlegri lífshætti til að draga úr hjarta-sjúkdómum. En það kemur þó ekki í veg fyrir marga sjúkdóma sem geta leitt til nauðsynlegra ígræðslna.

Aðrir valkostir en líffæraígræðsla 2

Aukin gjafalíffæri. Þetta mætti framkvæma með því að nota svokallað „draga sig útׂ“ kerfi. Þá er gert ráð fyrir að fólk vilji gefa líffæri sín eftir dauðann nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Aðrir valkostir en líffæraígræðsla 3

Gervilíffæri, eins og hjarta sem gengur fyrir rafhlöðum, þó svo að þau hafi líka sína ókosti eins og áhrif á storknunarþætti blóðs og eru auk þess mjög dýr.

Aðrir valkostir en líffæraígræðsla 4

Stofnfrumur. Stofnfrumur eru ráðandi frumur sem geta framleitt anars konar frumur. Þær gætu verið notaðar til að framleiða hjarta- og lifrarvef til að styrkja veik líffæri.

Register to download vote results of this PlayDecide game.Register