Discover PlayDecide. Download games, prepare, play. GET STARTED

Alnæmi/eyðni og lagaleg skylda.

Choose your language

PlayDecide games may be available in multiple languages

Play the game

Download, prepare, discuss & collect results.

SIGN INRegister

Upp hefur komið fjöldi tilvika þar sem fólk, sýkt af eyðniveiru, hefur verið kært að lögum fyrir að smita aðra, eða orsaka hættu á smiti. Í sumum tilvikum hefur verið um að ræða ákæru um glæpsamlegt athæfi að viðlögðum þungum refsingum vegna hegðunar sem eingöngu er talin valda hættu á smiti. Víða hafa komið fram tillögur um að setja lög, eða bæta eldri lög, sem taki sérstaklega til atferlis er gæti aukið hættu á alnæmissmiti. Í Evrópu hafa hundruð manna verið sóttir til saka (fyrir slíkt atferli) og nokkrir verið dæmdir.

Author / translator Andrea Bandelli

Upp hefur komið fjöldi tilvika þar sem fólk, sýkt af eyðniveiru, hefur verið kært að lögum fyrir að smita aðra, eða orsaka hættu á smiti. Í sumum tilvikum hefur verið um að ræða ákæru um glæpsamlegt athæfi að viðlögðum þungum refsingum vegna hegðunar sem eingöngu er talin valda hættu á smiti. Víða hafa komið fram tillögur um að setja lög, eða bæta eldri lög, sem taki sérstaklega til atferlis er gæti aukið hættu á alnæmissmiti. Í Evrópu hafa hundruð manna verið sóttir til saka (fyrir slíkt atferli) og nokkrir verið dæmdir.
Mikil umræða hefur skapast meðal almennings og fagaðila um þetta málefni. Þessi þróun hefur vakið spurningar um hvort almenn hegningarlög og glæpadómstólar eigi við þegar um er að ræða framferði sem felur í sér hættu á alnæmissmiti, eða hvort styðjast eigi við almenn sóttvarnarlög. Einstök mál og fjölmiðlaumræða þeim tengd gætu kallað fram viðbrögð sem hertu á þessari umræðu.

Created 9 February 2010
Last edited 19 September 2018
Topics Ethics, Health
Original English

Policy positions

Policy position 1

Að setja sérstök hegningarlög vegna alnæmis
Að beita núverandi hegningarlögum (t.d. lögum sem taka til þess að stofna almenningi í hættu, brota gegn persónu manns, líkamsárása o.s.frv.) og að leyfa kærur vegna hvers kyns alnæmissmitunar, þar með talið af gáleysi og af slysni.

Policy position 2

Skylda að upplýsa um ástand
Að alnæmissmitaðir verði skyldir að lögum til að upplýsa um ástand sitt áður en þeir taka þátt í athöfnum með öðrum sem gætu haft hættu á smiti í för með sér, jafnvel þótt þessar athafnir séu samþykktar af báðum/öllum aðilum.

Policy position 3

Nota núgildandi lög, en ekki setja sérákvæði um alnæmi
Nota skal núverandi hegningarlög og lög um sóttvarnarlög, en ekki setja sérstök lög sem taka til alnæmis, varðandi vísvitandi smitun, smitun af gáleysi eða slysni.

Policy position 4

Varnir og ráðgjöf
Beiting varna og ráðgjafar frekar en laga. Þetta þýðir aðganga að: 1) Alnæmisprófunum, ásamt meðfylgjandi ráðgjöf. 2) Upplýsingum um hvernig forðast skuli alnæmissmit. 3) Fjárhagslegum, félagslegum og persónulegum stuðningi sem nauðsynlegur er til að komast hjá hegðun sem hefði hættu á alnæmissmiti í för með sér.

Story cards

Thumbnail

Richard Schmidt er læknir í Louisiana í Bandaríkjunum sem var sakaður um að hafa smitað ástkonu sína, Janice, með því að sprauta hana með alnæmissmit-uðu blóði úr einum sjúklingi sínum. Janice fullyrti að Schmidt hefði sprautað hana í hefndarhug eftir að hún reyndi að binda endi á samband þeirra. Vísindamenn gátu ákvarðað að sjúklingur Schmidts væri líklega uppruni vírussins sem fannst í Trahan. Schmidt var fundinn sekur og dæmdur í 50 ára fangelsi.

Richard Schmidt
Thumbnail

Í júní 2004 var Morat fundinn sekur samkvæmt lögum um eitrun (Frakkland hefur ekki sérstök alnæmilög) þegar hann gaf ekki upp ástand sitt við tvær konur, sem í kjölfarið fengu báðar alnæmi. Hann var dæmdur í 6 ára fangelsi.
Femmes Positives er franskur hópur sem vill sérstök alnæmismitlög sem gæfu konum rétt til að sækja fyrrverandi ástmenn til saka.
Þessi tvö mál hafa hvatt til mikillar umræðu í Frakklandi um hvort fólk með alnæmi ætti að vera flokkað í „fórnarlömb“ eða „glæpamenn“ í augum laganna eða hvort hin hefðbundna skilgreining um „sameiginlega ábyrgð“ eigi að gilda áfram.

Christophe Morat
Thumbnail

Í mars 2005 var Dica fundinn sekur í Bretlandi því vegna gáleysis (frekar en vísvitandi) hafði hann valdið líkamsskaða tveggja kvenna. Hann hélt því fram að konurnar hefðu samþykkt óvarið kynlíf með honum og vitað um áhættuna. En ákæruvaldið sagði hann hafa fengið aðra konuna til að nota ekki smokk, jafnvel þó að hann hafi vitað að hann væri með alnæmi. Hann fékk hina líka til að trúa því að hann væri ekki með alnæmi og að hann væri ríkur, einhleypur lögfræðingur, þegar hann var í raun með alnæmi, atvinnulaus og giftur tveggja barna faðir. Hann fór í fangelsi í fjögur og hálft ár.

Mohammed Dica
Thumbnail

Maí 2005: Móðir frá Hamilton í Kanada var ákærð fyrir glæp-samlega vanrækslu sem olli líkamlegum skaða eftir að hún neitaði umönnun bæði fyrir og eftir barnsburð og fór ekki eftir ráðum semmyndu hafa komið í veg fyrir að barn hennar smitaðist af alnæmi. Eftir fæðingu heilbrigðs barns árið 2003 varð konan aftur ólétt aftur árið 2004 og skipti um heilsugæslustöð. Hún sagði nýjum læknum sínum ekki af ástandi sínu þannig að barnið fékk ekki nauðsynleg lyf. Þrátt fyrir að hafa ekki gefið fyrra barni sínu brjóst, sem læknar ráð-lögðu að yrði gert undir eftirliti, gaf hún seinna barni sínu brjóst sem varð til þess að barnið greindist smitað af alnæmi-veirunni.

Óþekkt kona
Thumbnail

Í júní 2005 var Dalley, frá Nýja-Sjálandi, dæmdur fyrir glæp eftir að hafa stundað óvarið kynlíf með kærustunni sinni án þess að segja henni frá ástandi sínu. Hún smitaðist ekki af alnæmi en sagði fjölskyldu Dalleys að hún væri smituð. Hún viðurkenndi seinna að hafa logið, en ákæran stóð áfram vegna meints geðræns álags og áfalls sem hún hafði fengið þegar hún uppgötvaði ástand kærasta síns. Dalley var dæmdur í 300 klukkutíma samfélagsvinnu, 6 mánaða eftirlit og 1000 dala skaðabætur til að borga fyrir ráðgjöf og önnur útgjöld kærustunnar.

Justin Dalley
Thumbnail

Í júní 2005 fór kanadíski Rauði Krossinn fyrir rétt eftir að meira en 1000 kanadískir borgarar smituðust af alnæmi vegna smitaðra blóðbirgða seint á níunda og í byrjun tíunda áratug-arins. Rauði Krossinn hefði ekki útfært alnæmi- og lifrarbólgu-skimanir í nokkur ár eftir að prófanir vegna þessara sjúkdóma urðu mögulegar. Opinberar ákærur voru felldar niður eftir að stofnunin viðurkenndi sekt sína, gaf út afsökunarbeiðni og samþykkti að greiða fórnar-lömbunum bætur. Auk 5000 dala sektar gáfu þeir 1,5 milljón dala (sem ekki voru fengnir úr almennum framlögum) til að styrkja, fyrst með námsstyrki fyrir sýkt börn og svo styrki til rannsókna á læknamistökum.

Canadian Red Cross
Thumbnail

Pavlos Gergiou, kýpverskur veiðimaður smitaði breska ástkonu sína, Janette Pink, í sumarleyfirástarævintýri. Ungfrú Pink tókst loks að sannfæra dómstóla á Kýpur til að rétta yfir honum árið 1997. Hann var dæmdur til 15 mánaða fangelsis-vistar. Á sama tíma tilkynnti breska ríkisstjórnin að endurskoða ætti persónulögin frá 1861 þannig að vísvitandi smitun, en ekki smitun af gáleysi, yrði refsiverð og gæti numið allt að lífstíðar-dómi. Þetta hefur ekki verið framkvæmt sem gerði það kleyft að dæma í fyrsta málinu um gáleysissmit árið 2003. (sjá Mohammed Dica).

Pavlos Georgiou
Thumbnail

Árið 2000 var Feston Konzani, afrískur hælisleitandi sem bjó í Bretlandi greindur með alnæmi og ráðlagt að vara tilvonandi ástkonur sínar við ástandi sínu. Hann stundaði seinna kynlíf með þremur konum án þess að segja þeim að hann væri með alnæmi. Ein kvennanna varð alnæmis-smituð og kom honum að lokum fyrir rétt. Konzani hélt því fram að konurnar hefðu samþykkt áhættuna af að smitast af kynsjúkdómi með því að samþykkja óvarið kynlíf með honum.
Árið 2004 var hann dæmdur í 10 ára fangelsi. Dómarinn sagði honum að dómur hans væri ætlaður til að hræða aðra alnæmissmitaða frá því að gera það sama.

Feston Konzani

INFO CARDSISSUE CARDS

Fátækt og alnæmi

Rannsóknir hafa sýnt fram á beint samhengi milli fátæktar og eyðnitilfella. Þar að auki geta félagshagfræðileg vandamál sem tengjast fátækt, þar með talinn skortur á góðri heilsugæslu, aukið hættuna á alnæmis-smiti.

Skömm og fáfræði

Of oft hafa skömm og fáfræði magnað upp eyðni-faraldinn með því að fela vandamálið. Alvarlegastar verða afleiðingarnar þegar pólitískir leiðtogar hafa ekki viðurkennt og horfst í augu við vandamálið.

Að takast á við útbreiðslu smits

Þriggja aðalaðferða er þörf: Forvarna, meðferðar og gætni og loks stuðnings-kerfis og samstarfs. Meirihluti þessara aðferða falla ekki undir ábyrgð Evrópusambandsins, ein einstök lönd þurfa að taka á þeim.

Markmið stefnumála

Aðalmarkmiðin ættu að vera:
1. Að koma í veg fyrir alnæmissmit.
2. Að samræma alþjóðleg mannréttindaákvæði.

Virka fangelsi?

Að fangelsa manneskju með alnæmi kemur ekki í veg fyrir að viðkomandi dreifi vírusnum, hvort sem það er í makaheimsóknum eða til annarra fanga.

Evrópska aðferðin

1. Að hvetja til varnar, t.d. að stunda öruggara kynlíf.
2. Að bæta aðgang að alnæmisprófunum og heilsugæslu fyrir alla og þá sérstaklega fyrir farandverkamenn og fátækt fólk.

Refsing?

Refsing er einungis rétt-lætanleg fyrir hegðun sem er siðferðilega ámælisverð. Þetta er ótengt aðalmark-miðinu að koma í veg fyrir alnæmissmit.

Skömm

Hegningarlög sem taka einungis til alnæmis, fjölmiðlaæsingur eða ummæli stjórnmálamanna um einstakar lögsóknir, brennimerkja alnæmissmitað fólk sem mögulega glæpa-menn og ógnun við almenning.

Hindrun prófana

Sé hægt að lögsækja fólk sem veit að það er smitað af alnæmi, gæti sú staðreynd gert aðra afhuga því að fara í prófanir.

Fölsk öryggistilfinning

Að stimpla alnæmissmitað fólk sem glæpamenn gæti skapað falska öryggiskennd hjá ósmituðum einstak-lingum. Þeir kynnu að halda að lagasetningar minnkuðu áhættuna samfara óvörðu kynlífi.

Friðhelgi einkalífsins

Hætta er á brotum gegn friðhelgi einkalífsins séu ráðgjafar- og heilsufars-skýrslur ekki trúnaðarmál og fjallað leynilega um þær í réttarhöldum.

Val fólksins

Þegar fólk velur kynlífs-félaga þarf það ekki að vita hvort hann/hún er með alnæmi. Val á einnig við þegar um er að ræða að sleppa áhættusömum kynlífsathöfnum eða gera ráðstafanir með varnir, svo sem eins og að nota smokk.

Hvað ætti að vera ólöglegt?

Viti manneskja af alnæmis-smiti félaga síns og ákveður af frjálsum vilja að taka þátt í áhættuathöfnum með honum/henni er enginn grundvöllur fyrir að kæra hinn smitaða.

Lögin og staðreyndirnar

Góð lög eru byggð á góðum upplýsingum. Eyðnilög mega ekki vera byggð á vanþekkingu, ótta, pólitískri hentistefnu eða til að þjóna kröfu borgaranna um harðar aðgerðir.

Mikilvægi mannréttinga

Reynsla af alnæmi/eyðni faraldrinum staðfestir að efling og varnir mannréttinda eru grundvallaraðtriði í að glíma við alnæmi/eyðni.

Fótumtroðin mannréttindi

Að refsa fólki einungis vegna alnæmisástands þess brýtur gegn mannréttindum, sérstaklega rétti þeirra til jafnréttis fyrir lögum og verndar gegn mismunun.

Kostir prófana

Aðalhvatning þess að vera prófaður er að þá er hugsanlega hægt að meðhöndla sjúkdóminn. En flestir með alnæmi/eyðni búa í löndum þar sem meðferð er ekki kostur eða of dýr.

Hvenær er refsing réttlætanleg?

Hjá sumum konum getur sú uppástunga að eiginmaður-inn noti smokk orsakað líkamlegar misþyrmingar. Ef þær eru með alnæmi, ætti að refsa þeim fyrir að smita vírusnum? Hvað er þær fá alnæmi af því að stunda óvarið kynlífmeð eigin-mönnum sínum?

Hvaða hegðun ætti að varða við lög? 1

Ætti það einungis að vera hegðun sem veldur alnæmis-smiti eða líka hegðun sem einungis veldur hættu á alnæmissmiti?

Hvaða hegðun ætti að varða við lög? 2

Allar áhættusamar athafnir sem eiga sér stað án samþykkis beggja/allra aðila ættu að hafa lagalega ábyrgð í för með sér án tillits til þess hvort aðilar eru með alnæmi.

Hættan á smiti

Aðaláhættan er þegar þéttni alnæmisvírussins í blóðinu er mest, venjulega strax eftir sýkingu sem ekki hefur verið meðhöndluð, hvort sem alnæmissýkingin er tengt öðrum kynsjúkdómum eða sýkingum.

Það þarf tvo í tangó

Þegar tvær manneskjur stofna til kynferðislegs sambands eru báðir aðilar ábyrgir fyrir að gera þær ráðstafanir sem þarf til að vernda heilsu sína og koma í veg fyrir óæskilegar afleiðingar (eins og þungun og alnæmissmit).

Nauðsyn lagalegrar verndar

Fullnægjandi verndun er fáanleg gegn smitandi sjúk-dómum eins og alnæmi. Ef fólk er nægilega upplýst um mögulega hættu og hafa tækifæri til að vernda sjálft sig er engin þörf fyrir laga-lega vernd.

Okkar ábyrgð

Samfélagið getur ekki starfað á velheppnaðan hátt nema allir taki einhverja ábyrgð á velferð annarra. Þetta felur í sér að koma í veg fyrir alnæmi og aðra smitsjúkdóma.

Eyðni og alnæmi

Eyðni (Aquired Immune Deficiency Syndrome: AIDS) er alvarlegasta stig alnæmissmits. Það er afleiðing eyðileggingar veirunnar á ónæmiskerfi sýktrar manneskju.

Ónæmiskerfið

Ónæmiskerfið er varnarkerfi líkamans. Frumur þess berjast við sýkingar og aðra sjúkdóma. Alnæmi veikir þessar varnir með því að ráðast á og eyðileggja þessar frumur.

Hvenær eru sjúklingar með alnæmi greindir með eyðni?

1. Þegar þeir hafa of fáar CD4 frumur (hvítar blóðfrumur sem berjast gegn sýkingum) eða
2. Þegar þróast hefur hjá þeim eyðniskilgreindur sjúkdómur (sem óal-gengir eru í þeim sem ekki eru með alnæmi).

HAART (Highly Active Antiretroviral Therapy)

HAART er eins og er áhrifa-mesta meðferð gegn þróun eyðni. Mögulegar aukaverk-anir meðferðar HAART eru:
• Lifrarvandamál
• Sykursýki
• Hátt kólesterólmagn
• Auknar blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki
• Taugavandamál

Lyfjaónæmi

Alnæmi getur stökkbreyst (breytt um form) meðan sjúklingur tekur lyf gegn því. Þetta getur orðið til þess að ekki sé lengur hægt að hafa stjórn á alnæmi með þessum lyfjum.

Alnæmi og meðganga

Enginn getur sagt með vissu hvort barn sem fætt er af móður með alæmi muni fæðast það alnæmi. Lyf kallað ZDV hefur verið notað til að minnka líkur á slíku smiti um allt að 70%.

Að upplýsa fólk um alnæmi

Sumar heilbrigðisstofnanir og alnæmisheilsugæslur vinna eftir nafnlausu kerfi. Fólk er látið vita að það geti hafa smitast af alnæmi, en er ekki sagt hvenær eða hver hafi gefið upplýsingar um nafn þeirra.

Alnæmismit í Evrópu

1996
Ný alnæmis-tilvik: 7600
Ný eyðni-tilvik: 4100

2003
Ný alnæmis-tilvik: 13300
Ný eyðni-tilvik: 1800

Breyting 1996-2003
Ný alnæmis-tilvik: +75%
Ný eyðni-tilvik: -55%

Fækkun eyðnitilvika verður aðallega skýrð með HAART meðferðinni (sjá upplýsinga-spil 4), sem kom fram árið 1997.

Faraldur í Eystrarsalts-löndunum

Mesta aukning nýrra alnæmissmita sem greind eru hafa greinst í Eystrar-saltslöndunum (Eistlandi, Lettlandi, Litháen).

Evrópsk tilkynninga-kerfi

Tilkynningakerfi um alnæmi-smit eru enn ófullkomin. Sum þeirra landa sem eru með örustu útbreiðslu alnæmis/eyðni (Ítalía og Spánn) eru ekki enn með tilkynningarkerfi á landsvísu.

Ítalía og Spánn

Nærri helmingur nýgreindra tilfella í 25 löndum Evrópu-sambandsins árið 2003 voru á Ítalíu (27%) og Spáni 21%). Þó búa þar aðeins 27% allra íbúa Evrópusam-bandsríkjanna.

Nýgreindar konur með eyðni í Evrópu

Hlutfall kvenna sem greindar eru fer hækkandi:

1985: 10%
1995: 20%
2003: 27%

Aðalorsakir nýrra eyðni-tilfella í Evrópu 2003

42%
Kynlíf gagnkynhneigðra

31%
Sprautunálar

19%
Kynlíf samkynhneigðra og tvíkynhneigðra

Nágrannalönd Evrópu

Fjölgun nýrra smita í rússneska ríkinu Úkraínu og nærliggjandi löndum hefur verið sú mesta í heimi. Í Rússlandi og Úkraínu er einn af hverjum hundrað fullorðnum smitaður.

Hlutverk lagalegra refsiaðgerða

1. Prison stops the offender from reoffending while serving their sentence.
2. Help the offender change their behaviour
3. Punishment for wrongdoing
4. Deter people from offending in the future.

Sóttkví

Heilsustofnun heimsins segir: „Það er enginn rök-stuðningur fyrir einangrun og sóttkví sem einungis eru byggðar á þeirri staðreynd að manneskja er talin, eða er, alnæmissmituð.‟

Athafnir sem auka hættu alnæmissmits

Fólk getur verið neytt í þess konar athafnir (t.d. með nauðgun eða það stungið með nál) eða það getur verið sjálfviljugir þátttakendur (t.d. með kynlífi eða að deila sprautum).

Vanræksla

Almennt er það kölluð vítaverð vanræksla, þ.e. ófyrirleitið skeytingarleysi gagnvart öryggi annarra, í þeim mæli að varði við lög, sem þarf að sanna til að einstaklingur verði dæmdur fyrir glæp.

Alnæmivírusinn

Þrátt fyrir þær meðferðir sem nú eru í boði, eru enn engar horfur á að hægt verði að eyða alæmivírusnum algerlega úr líkamanum. Þess vegna er alltaf hætt á að vírusinn smitist.

Að koma í veg fyrir smit

Sérhvert alnæmissmit sem er greint og meðhöndlað tímanlega er talið koma í veg fyrir 10-20 smit til lengri tíma litið.

Notkun smokka

Við stöðuga notkun minnkar áhættan um 80% miðað við óvarið kynlíf.

Kynlífsaðferðir

Í sumum kynlífsaðferðum verður hættan á að smita alnæmivírusnum svo hverfandi að manneskja með alnæmi getur stundað öruggara kynlíf án þess að nota smokk.

Mismunandi gerðir glæpsamlegs athæfis

• Vísvitandi: Þú vilt skaða einhvern.
• Ófyrirleitni: Þú sættir þig við verulega áhætt á að þú munir valda skaða.
• Gáleysi: Þú ætlaðir ekki að valda neinum skaða en sýndir ekki eðlilega aðgát til að koma í veg fyrir hann.

Dómar fyrir alnæmissmitun

Að minnsta kosti 130 manns í Evrópu hafa verið dæmdir fyrir að smita eða gera annað fólk berskjaldað fyrir alnæmissmiti. Í 90% tilvikavar það í gegnum kynlíf með samþykki hins aðilans.

Register to download vote results of this PlayDecide game.Register