Discover PlayDecide. Download games, prepare, play. GET STARTED

Taugafræði - „heilabæting"

Choose your language

PlayDecide games may be available in multiple languages

Play the game

Download, prepare, discuss & collect results.

SIGN INRegister

Það er líklegt að lyf sem búin eru til við meðhöndlun sjúkdóma gætu einnig aukið náttúrulega getu okkar. Lyfjagjöf við alzheimerveiki eru líkleg til að bæta verulega eðlilega minnisvirkni líka. Örvandi lyf sem nú eru notuð til að meðhöndla börn með athyglisbrest og ofvirkni auka einnig getu „venjulegs‟ heila til einbeitingar. Tilfinningalegt ástand getur einnig batnað. Ný kynslóð lyfja við þunglyndi hafa einnig áhrif á fólk sem ekki þjáist af þunglyndi. Fólk sem tekur þau hefur minni áhyggjur af smáum hversdaglegum hlutum og lifa lífinu bjartsýnni og með meira sjálfstraust.

Author / translator Andrea Bandelli

Það er líklegt að lyf sem búin eru til við meðhöndlun sjúkdóma gætu einnig aukið náttúrulega getu okkar. Lyfjagjöf við alzheimerveiki eru líkleg til að bæta verulega eðlilega minnisvirkni líka. Örvandi lyf sem nú eru notuð til að meðhöndla börn með athyglisbrest og ofvirkni auka einnig getu „venjulegs‟ heila til einbeitingar. Tilfinningalegt ástand getur einnig batnað. Ný kynslóð lyfja við þunglyndi hafa einnig áhrif á fólk sem ekki þjáist af þunglyndi. Fólk sem tekur þau hefur minni áhyggjur af smáum hversdaglegum hlutum og lifa lífinu bjartsýnni og með meira sjálfstraust. Í stað þess að vera notuð í meðferðir gætu þessi lyf, dag einn, verið notuð til að bæta venjulega líkama, heila og sálir. Með alla þá ávinninga
sem er hægt að gera sér í hugarlund af töku þessara lyfja og þar með „bæta‟ okkur sjálf, er þá óhjákvæmilegt að þau verði tekin í þeim tilgangi? Getum við, eða jafnvel ættum við, að reyna að takmarka þetta?is it inevitable that they will be taken for this purpose? Can we, or even should we, try to limit this?
Spurningin er án vafa góð og gild ef líkur eru á að þessi lyf séu ekki skaðleg. Hvað er rangt við það að bæta minni, greind, eftirtekt og hæfni til að einbeita sér? Eða jafnvel til að auka sköpunargáfu, hluttekningu eða félagslyndi? Við finnum okkur nú þegar hæli í kaffi, sígarettum eða glasi af Chardonnay. Gerum við það ekki aðallega fyrir áhrif koffínsins, nikótínsins eða alkahólsins á heilann? Er pilla frábrugðin kaffibolla?

Created 9 February 2010
Last edited 19 September 2018
Topics Ethics, Health, Science
Original English

Policy positions

Policy position 1

Ef raunverulegt mat á væntanlegum neikvæðum áhrifum er til staðar ættu ekki að vera meiri höft á „heilabætum‟ en á alkóhóli og sígarettum. Látum markaðinn ráða.

Policy position 2

„Heilabæting‟ ætti undir öllum kringumstæðum að búa við höft strangrar lyfjastjórnunar – þ.e. það þarf að skrifa upp á þau af lækni.

Policy position 3

„Heilabæting‟ ætti ekki að vera aðgengileg almenningi, en rannsóknir ættu að halda áfram (með lyfjaprófunum, hernaðarnotkun o.s.frv.) til að greina betur langímaáhrif þeirra, bæði læknisfræðilega og félagslega.

Policy position 4

Það er siðferðilega óásættanlegt að nota svona örvandi lyf til að bæta venjulega hegðun, þess vegna ætti notkun þessara efna einungis að vera til lækninga – meðferðar á sjúkdómum, sköddunum og öðrum röskunum.

Story cards

Thumbnail

Ég er að afplána lífstíðardóm í Texas fyrir morð sem var framið 1981 og ég fundinn sekur um. Þó svo ég sé saklaus gat ég ekki í 20 ár fundið nein sönnunargögn til að styðja mál mitt. En svo á síðasta árið fór ég í „heilafingrafarapróf“. Sett er einhverskonar rafhúfa á höfuðið og mér voru sýndar myndir af glæpavettvangnum í bland við gersamlega ótengdar myndir. Mér var sagt að þótt ég svo mikið sem reyndi að fela viðbrögð mínmyndi tækið samt nema ef minning af vettvangnum væri skráð í heila minn. Og að sjálfsögðu sáu þeir að svo var ekki. Ég eygi loks von.

Saga Kevins
Thumbnail

Í meira en 8 ár hef ég þjáðst af parkisonsveiki þar sem útlimir mínir rykkjast til, skjálfa og hristast. Nú nýverið hafa lyfin mín ekki verkað eins og þau hafa gert hingað til og útlimir mínir hafa rykkst til án nokkurrar stjórnar. Læknirinn minn segir að lyfjaskammtar mínir hafi náð sínu hámarki. Hann hefur stungið upp á „djúpheilaörvun“. Það væri hægt að græða rafskaut í heilann á mér til að hafa stjórn á einkennunum. Ég gæti kveikt og slökkt á því með hjálp einhvers sem líktist gangráði á bringunni á mér. Líkurnar á góðum árangri eru miklar. En myndi þetta gera mig að einhvers konar vélmenni?

Saga Olive
Thumbnail

Ég er 63 ára. Nýverið hef ég átt í vandræðum með minnið. Rannsóknir sýna að ég er með örlitla vitræna skemmd sem mér er sagt að sé nokkurs konar „forelliglöp“ (MCI). Ég mun líklegast fá Alzheimer-sjúkdóminn innan næstu fimm ára, þó það sé ekki víst. Læknarnir hafa skrifað upp á lyf fyrir mig sem hægir á þessari hnignun þó svo það stöðvi hana ekki. Ég þrái þetta lyf af því að hugmyndin um elliglöp skelfir mig og fjölskyldu mína. En lyfið er mjög dýrt og ég veit ekki hversu lengi ég mun fá það niðurgreitt.

Saga Rose
Thumbnail

Hæ, ég er 43 ára gömul þriggja barna móðir og eiginkona. Ég hef þjáðst af þunglyndi í nokkur ár. Læknirinn minn skrifar upp á þunglyndislyf sem hjálpa mér að sjá björtu hliðar lífsins. Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri án þessara lyfja. Ég velti því þó fyrir mér hvers konar manneskja ég myndi vera án þessara lyfja. Hver er ég? Hjálpar lyfið mér að finna leið að persónuleika mínum? Eða hjálpar það annarri manneskju út úr mér sem alltaf er brosandi og glöð en… ókunnug mér?

Saga Susan
Thumbnail

Fyrir þremur árum síðan bar ég vitni fyrir Lee sem þá var 17 ára og fyrir dómi vegna tilraunar til að drepa 15 ára gamlan krakka. Ég sagði réttinum það sem ég álít, að Lee hafi enga stjórn haft á ofbeldisfullri hegðun sinni af því hann hafði alist upp á ofbeldis-fullu heimili. Ég notaði heila-myndatækni til að sýna að heili hans hafði minna grátt efni en eðlilegt er í fremra ennisblaði. Þetta passar við hefðbundið mynstur ofbeldishneigðar. Það hjálpaði til við að sannnfæra kviðdóm um að sýkna hann af tilraun til manndráps og dæma hann fyrir minni ákæru um líkamsárás.

Saga dr. Anderson
Thumbnail

Ég kenni í sérskóla. Allt upp í þriðjungur af strákunum í bekkjunum hjá mér eru á rítalíni jafnvel þótt fæstir þeirra séu ofvirkir eða með athyglisbrest (ADHD) sem rítalín er venjulega ávísað fyrir. Fleiri og fleiri ríkir foreldrar gefa börnum sínum lyf sem eiga að hjálpa þeim að einbeita sér og læra. Mun sá dagur koma að við biðjum nemendur að skila inn þvagprufu með prófúrlausnum bara til að sjá hvort afrek þeirra sé árangur erfiðisvinnu eða lyfja?

Saga Margaret
Thumbnail

Við John erum nýbúin að eignast okkar fyrsta barn, stórkostlegan lítinn dreng sem heitir Oliver. Nú þarf ég að byrja að vinna aftur sem sjálfstæður rithöfundur. Mig svíður í hjartað að þurfa að skilja Oliver eftir á hverjum degi í dagvistun. Starfsfólkið er mjög fagmannlegt en ég las einhvers staðar að börn sem sett séu í dagvistun væru líklegri til að verða vandræðaunglingar seinna í lífinu. Hins vegar, hafi ég hann heima mun hann þurfa að eyða tíma í að horfa á vídeó og sjónvarp og ég hef líka lesið að það sé skaðlegt.

Saga Sybil
Thumbnail

Sonur minn, Kevin, lenti í mótorhjólaslysi fyrir fimm árum. Hann var 22 ára gamall. Síðan þá hefur hann verið í dái sem kallast „grænmetisástand“. Heilabörkur hans er dauður þannig að hann mun aldrei aftur hugsa né skynja neitt. Eini hluti heila hans sem er enn lifandi er „dýraheilinn“, sem stjórnar hjartslætti hans og öndun. Það er borin von að hann muni ná meðvitund aftur. Hver er þá tilgangurinn? Stundum líður mér eins og hann sé á lífi og stundum líður mér eins og hann sé dáinn og stundum líður mér eins og ég skilji ekki lengur muninn.

Saga Barböru

INFO CARDSISSUE CARDS

Tæknireglugerðir

Ættu heilamyndgerðir að vera leyfilegar í öðrum tilgangi en greiningu og meðferð sjúkdóms? Hver ætti að ákveða notkun þess?

Rafskaut og pillur

Er það að fá rafskaut í heilann frábrugðið því að taka pillur?

Mannlegt frelsi og reisn

Er dómsúrskurður um lyfjameðferð vegna árásagjarnar og óviðeigandi kynferðishegðunar brot á einstaklingsrétti og mannlegri reisn? Og hvað ef meðferðin felur í sér ígræðslu rafskauta?

Að bæta sjálfan sig

Hvert af eftirtöldu myndi ég bæta ef það væri mögulegt með aðferðum eins og lyfjum, rafskauti, TMS o.s.frv.:
• Minni?
• Greind?
• Skapgerð?
Eru einhverjar aðferðir ásættanlegri en aðrar?

Lyf og samfélagið

Mun bæting heilans hafa áhrif á allt samfélagið? Munu sumir hópar hafa félagslega yfirburði yfir aðra ef þeir nota lyf?

Lyf fyrir ráðamenn

Ættum við að biðja forseta og forsætisráðherra, sem taka ákvarðanir er gætu breytt heiminum, að taka lyf sem bæta heilann?

Að hafa áhrif á þróunina

Munum við breyta þróun mannkynsins með því að breyta mannsheilanum?

Að meta áhætturnar

Hvernig getum við vitað hvaða langtímaáhrif verða af geðlyfjum, sérstaklega þegar fólk byrjar að taka þau á unga aldri og tekur þau í langan tíma?

Stjórnun á notkun lyfja

„Um leið og lyf er samþykkt og viðurkennt mun annað fólk nota það í öðrum tilgangi”.

Mun fólk verða neytt í heilabætingu?

Það er hætta á að atvinnuveitendur og skólar sem leita að sérhæfðu starfsfólki og nemum muni neyða þá í heilabætingu. Þetta þarf að koma í veg fyrir.

Áhrif lyfja

Er ég enn sama manneskjan eftir inntöku lyfja sem hafa áhrif á heilann?

Lyf eða meðferð

Ætti að meðhöndla þunglyndi með lyfjum eða með samtalsmeðferð?

Hvar liggur lausnin?

Ef vandamál er staðsett í heilanum, ætti lausnin einungis að finnast í heilanum?

Að draga mörk

Hvernig getum við á vettvagni lundarfars-rannsókna, dregið skýr mörk milli þess sem heilbrigt er og sjúkt?

Hvers konar sjúkdómur er þunglyndi?

Er þunglyndi einstaklings-sjúkdómur eða samfélags-sjúkdómur?

Að fela vandamálið

Er hætta á að notkun heilalyfja gæti falið félagslegt vandamál?

Afstaða samfélagsins

Hve mikið sættum við okkur félagslega við mismunandi hegðun?

Óróleiki okkar vegna lyfja

„Flest okkar myndu elska að fara í gegnum lífið glaðlega og þokkafull, einbeita okkur eins og leysigeisli að vinnunni og njóta góðs kynlífs á hverju kvöldi. Samt sem áður veldur hugmyndin um að ná þessu fram með lyfjum óþægingum. Af hverju?“

Hver ræður?

„Hver skilgreinir hegðun og hegðunarraskanir og hver ætti að stjórna meðferðum?“

Að ná forskoti

„Er það siðferðilega rétt að nota lyf til að ná forskoti á aðra?“

Heilabæting og sanngirni

„Menntun er skilvitlegur bætir sem er útdeilt á mjög ranglátan hátt, en samfélagið er ekki á móti menntun. Aftur á móti er tiltölulega auðvelt að dreifa taugaskilvitlegum bætum.“

Lyf til að standast próf

Ef vitsmunaleg bætiefni eru þróuð, hverjar eru afleiðingarnar fyrir fólk sem notar þau til að standast samkeppnispróf?

Kaffi og önnur örvandi lyf

Er það að taka örvandi lyf fyrir próf eitthvað öðruvísi en að svelgja í sig bolla af kaffi?

Að auka mátt dómstóla

Dómstólar geta nú þegar neytt glæpamenn í meðferð. Er hætta á að meðferðum verði þröngvað upp á hvern þann sem þjóðfélagið lítur á sem „afbrigðilegan“?

Þróun heilans

Fyrir 20 árum héldu vísindamenn að heilinn gæti ekki breyst eftir bernskuárin, fyrir utan missi taugafruma með aldrinum. Nú vitum við að heilinn breytir sér stöðugt allt lífið vegna áunninnar þekkingar og aðlögunar að umhverfinu.

Hvað er meðvitund?

Vísindamenn segja að þegar við loksins erum meðvituð um að við séum að gera eitthvað sé heilinn þá þegar búinn að því. Þetta þýðir að heilinn stjórnar athöfnum okkar og að meðvitundin stjórnar ekki gjörðum okkar, en er leið fyrir heilann til að útskýra gjörðir sínar.

Tenging milli líffræði heilans og hegðunar

Í leitinni að tengingu milli hegðunar og líffræði heilans uppgötvuðu vísindamenn að 21 einstaklingur sem sýndu andfélagslega hegðun voru með um að meðaltali 11% minna rúmtak í hluta heilans.

Dýralíkön

Við rannsökun hegðunar eins og fíknar, árásar-hneigðar og uppeldis-hegðunar í dýrum hafa vísindamenn uppgötvað að slíkri hegðun er hægt að breyta með lyfjum. Niðurstöður sumra þessara rannsókna eiga nú þegar við hjá mönnum.

Lyfjaónæmi

Fólk sem þjáist af parkisons-veiki getur ekki stjórnað hreyfingum sínum til fulls. Ástæðan er dauði heilasellna í þeim hluta heilans sem stjórnar hreyfingum. Lyf eru til við parkisonsveiki, en margir byggja upp ónæmi fyrir þeim.

Að meðhöndla líffræðileg og geðræn vandamál

Efni sem verka örvandi á heilann hafa verið notuð til meðhöndlunar parkisons-veiki og annarra hreyfi-hömlunarsjúkdóma. Þau eru nú til reynslu til með-höndlunar á geðsjúkdómum eins og þunglyndi, þráhyggju og árátturaskana.

Stofnfrumumeðferð

Parkisonsveiki er góður kostur í stofnfrumu-rannsóknir af því að skemmda svæðið í heilanum er lítið og það er auðvelt að finna. Að skipta út skemmdum frumum með hjálp stofnfruma gæti leitt til bata eða jafnvel lækningar.

Skurðaðgerð á heilablaði

Milli 1930-1950 voru geðklofasjúklingar með-höndlaðir með því að fjarlægja fremri hluta heila þeirra og þar með breyta persónuleika þeirra. Nútíma heilaörvunartækni getur unnið mun nákvæmar á heilanum og hún er ekki óafturkallanleg.

Heilataugasegulörvun (TMS)

Það lítur út fyrir að TMS geti aukið minnisfærni og rökfestu, vakið fólk upp af áhrifum áreynslu eða kennt þeim nýja færni.

Tilhneiging til sjúkdómsvæðingar

Með því að kalla ólæknis-fræðilegt ástand læknis-fræðilegt eða sálfræðilegt, erum við þá að hvetja til meðferðar með notkun uppáskrifaðra lyfja?

Lyfjabæting

Lyfjameðferðir geta gert venjulegt fólk „betra en venjulegt‟. Lyfjabætar eru nú þegar til fyrir skap, minni, vitsmun og grundvallarþætti eins og svefn, matarlyst og kynlíf.

Nýju þunglyndislyfin

Þau eru mun öruggari en fyrri gerðir og leiða til víð-tækari nota. Það er í tísku að nota þau til að „hressa upp á skapið‟ af fullkomlega heilbrigðu fólki sem vill líða „betur en vel‟.

Meðferð án einkenna

Þunglyndi getur komið og farið. Oft líða nokkur ár á milli kasta. Sjúklingar í dag eru líklegri til að vera með-höndlaðir með nýrri kynslóð þunglyndislyfja árum saman, jafnvel þótt þeir sýni engin sjúkdómseinkenni.

Tilbúningur fyrirfinnur staðreyndir

Í bók Aldous Huxley frá fjórða áratugnum, Veröld ný og góð, er lyfið Soma notað til að fjarlægja allar sár-saukatilfinningar. Í dag er til úrval lyfja sem verka á heilann og hægt er að kaupa með, eða án, lyfseðla.

Þunglyndisfaraldur

Heimsheilsusamtökin hafa greint þunglyndi sem eina helstu ógn við heilsu á þessari öld. Geðrænir sjúkdómar eru ein helsta orsök sjúkdóma/fötlunar í Evrópu og utan.

Ólyfseðilsskyld lyf

Mörg lyf sem verka á heilann eru ekki bara notuð til meðferðar sjúkdóma. Sumir sem taka kvíðastillandi lyf eru ekki endilega sérlega kvíðnir.

Lyf til lærdóms

Rítalín og lík geðörvandi lyf hafa reynst auka árvekni, viðbragðstíma, hæfni við lausnir vandamála og skipulagshæfni. Þau eru talin vera mest notaða skemmtanalyfið í háskólum Bandaríkjanna.

Minnisbætandi lyf

Mörg lyfjafyrirtæki eyða nú miklum tíma og fjármunum í rannsóknir á minnisbætandi lyfjum. Minnisbætandi fæðubótaefni eru nú þegar milljarða dala iðnaður, þrátt fyrir takmarkaðar sannanir á virkni þeirra.

Hermannsorka

Lyf við svefntruflunum geta haldið fólki vakandi dögum saman. Áhrif þeirra á heilbrigt fólk hefur verið rannsökuð af herjum.

Hernaðartilraunir

Herinn eyðir 20 milljónum dala til rannsókna á nýjum leiðum til að koma í veg fyrir þreytu og gera hermönnum kleyft að halda sér vakandi, í viðbragðsstöðu og virkum í allt að 7 daga án nokkurra afleiðinga.

Ofurmennska

Bandaríkjaher hefur lagt fram þá hugmynd að fólk þurfi „uppfærslu‟. Hann er að rannsaka leiðir til að gera hermenn gáfaðri, harðari, fljótari og sterkari – í stuttu máli, ofurmenni.

Hættur minnisbætandi lyfja

„Kannski er það ekki góður hlutur að auka minnið í sífellu á hverjum degi það sem eftir er ævinnar. Kannski mun það skapa geðrænar aukaverkanir, eins og að fylla höfuð þitt með of mörgum hlutum sem þú getur ekki gleymt‟.

Yfir borðið

Mörg bætandi lyf fyrir heilann voru upphaflega gerð til að lækna sjúkdóma, en hafa reynst nógu örugg til annars konar notkunar.

Fjölmiðlar

Við vitum ekki hvaða áhrif ofgnótt upplýsinga úr fjölmiðlum geta haft á heilann. Það hefur verið gefið í skyn að áhrif fjölmiðla á heilann geti verið hættulegri en eiturlyf.

Register to download vote results of this PlayDecide game.Register